Gagnrýnd fyrir einkaþotuferð í kreppu

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eiga nóg af peningum.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eiga nóg af peningum. AFP

Stjörnuparið Alex Rodriguez og Jennifer Lopez fór með einkaþotu frá New York til Miami á dögunum. Hafnaboltakappinn fyrrverandi birti mynd af sér og tilvonandi spúsu sinni á instagram og hefur myndin fengið misjafnar móttökur. 

Sumum þykir myndin smekklaus í ljósi kórónuveirufaraldursins og efnahagsþrenginga í kjölfar faraldursins. Söng- og leikkonan virðist láta áhyggjur annarra sig lítið varða á myndinni þar sem hún liggur í einkaþotunni á teppi frá Hermes. 

„Við höfum svo mikið fyrir að vera þakklát fyrir og erum spennt að vera á leiðinni heim til að verja tíma með fjölskyldunni,“ skrifaði Rodriguez meðal annars og spurði um plön fólks fyrir þakkargjörðarhátíðina sem er í dag, fimmtudag. 

Í stað þess að segja frá skemmtilegum plönum sínum nýttu sumir tækifærið og vöktu athygli á að fólk hefði misst vinnuna og bentu á að þau þyrftu ekki að sýna hversu mikla peninga þau ættu með því að birta mynd úr einkaþotunni.  

View this post on Instagram

A post shared by Alex Rodriguez (@arod)

mbl.is