Fór á skeljarnar við Kvernufoss

Hann sagði já.
Hann sagði já. Skjáskot/Youtube

Youtubarinn Sorelle Amore, sem búsett er hér á landi, fór í haust á skeljarnar við Kvernufoss og bað kærasta síns. Kærastinn, Leon Hill, sagði já en saga parsins er einstaklega skemmtileg.

Amore og Hill eru miklir ferðalangar og bæði eru þau frá Ástralíu. Þau bjuggu í um 45 mínútna akstursfjarlægð hvort frá öðru þegar þau áttu heima í Ástralíu en kynntust samt sem áður hér á Íslandi. 

Þau hafa ferðast vítt og breitt um heiminn og á endanum ákváðu þau, eftir nokkrar heimsóknir til Íslands, að setjast hér að og kaupa sér hús á Suðurlandi.

mbl.is