Flestir vilja flytja til Kanada

Flestir vilja flytja til Kanada.
Flestir vilja flytja til Kanada. AFP

Heimsfaraldurinn hefur haft alls konar áhrif á heimsbyggðina og leitir á leitarvélinni Google hafa endurspeglað það á einhvern hátt. Heimsbyggðin hefur flett því upp í auknum mæli hvernig á að baka súrdeigsbrauð eða hugmyndum að heimaæfingum. Þá hefur áhugi á því að flytja utan aukist mikið. 

Leitum á google að því „hvernig flytja á til útlanda“ hefur fjölgað um 29% á heimsvísu frá því í janúar og fram í október á þessu ári. En hvert vill fólk flytja?

Remitiy tók saman gögn frá 101 landi í heiminum og í ljós kom að í 30 löndum var Kanada vinsælasti staðurinn. Japan var vinsælast í 13 löndum og Spánn í 12 löndum. 

Vinsælustu staðirnir til að flytja til:

  1. Kanada
  2. Japan
  3. Spánn
  4. Þýskaland
  5. Katar
  6. Ástralía 
  7. Sviss
  8. Portúgal
  9. Bandaríkin
  10. Bretland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert