Versta hótelherbergi í heimi?

Handblásarinn náði ekki í rafmagn.
Handblásarinn náði ekki í rafmagn. Skjáskot/YouTube

Slóvenski youtubarinn Patrik Paulinyi hefur ferðast víða um heiminn. Á ferðalögum sínum leggur hann upp úr því að heimsækja staði sem hafa fengið slæmar umsagnir á vefsíðum á borð við TripAdvisor. 

Paulinyi heimsótti meðal annars hótel í Póllandi sem var með verstu umsagnirnar þar í landi. Hótelið var skárra en hann bjóst við en hann lenti þó í ýmsu í heimsókninni. Meðal annars var handblásari á baðherberginu en snúran úr blásaranum náði samt ekki í rafmagn svo hann neyddist til þess að sleppa því að þurrka á sér hendurnar. 

Myndband úr heimsókn hans á hótelið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is