Ætlaði í stutt frí til Bahamaeyja í mars

Lenny Kravitz dvelur á Bahamaeyjum.
Lenny Kravitz dvelur á Bahamaeyjum. AFP

Í mars ferðaðist tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz frá París til Bahamaeyja. Hann ætlaði að dvelja í eins konar hjólhýsi sem hann á á eyjunni Eleutheru og bíða kórónuveirufaraldurinn af sér. Kravitz tók eina litla tösku með sér enda hélt hann að þetta tæki aðeins nokkra daga. 

Í stað þess að skreppa í nokkra daga í frið og ró breyttist ferð Kravitz óvart í margra mánaða einangrun. Í litlu ferðatöskunni tók hann með sér nokkrar gallabuxur. 

„Ég hef verið í þessari helgartösku í næstum því fimm og hálfan mánuð,“ sagði Kravitz fyrir tveimur mánuðum í viðtali við Men's Health. Skemmst er frá því að segja að tónlistarmaðurinn er enn á eyjunni. 

Þegar ferðalög til útlanda verða aftur daglegt brauð, vonandi fyrr en seinna, getur fólk örugglega lært ýmislegt af tónlistarmanninum. Að ferðast létt er hægt og meira að segja þegar ferðin er lengri en bara þrjár nætur. mbl.is