„Við vinirnir erum mikið á röltinu í Elliðaárdalnum“

Helgi Jean Classen gengur mikið en það þarf ekki alltaf …
Helgi Jean Classen gengur mikið en það þarf ekki alltaf að fara langt. Ljósmynd/Aðsend

Aðdáendur hlaðvarpsþáttanna HÆ HÆ vita að skemmtikrafturinn Helgi Jean Classen er mikill göngugarpur. Helgi segir fjölmörg skemmtileg göngusvæði á höfðuðborgarsvæðinu og auðvelt að fara mislangar og miskrefjandi leiðir. 

Úlfarsfell

„Ég labba mikið á Úlfarsfellið – en það eru alveg nokkrar góðar leiðir þangað upp og einfalt að finna tilbreytingu,“ segir Helgi. 

Heiðmörk

„Heiðmörk er að sama skapi hvílík drottning. Það eru endalausir möguleikar á göngustígum þar alveg frá Norðlingaholti yfir í Hafnarfjörð.“

Elliðaárdalurinn

„Við vinirnir erum mikið á röltinu í Elliðaárdalnum þessa dagana. Þægilegt því það er hægt að taka eins stóra hring og hentar. Viðhafnarútgáfan nær frá Rafstöðvarhúsinu gamla alveg upp að Breiðholtsbrautinni og til baka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert