Amazon Explore býður upp á nýja upplifun í ferðalögum

Fólk víða um Bandaríkin geta nú heimsótt Miðgarð í gegnum …
Fólk víða um Bandaríkin geta nú heimsótt Miðgarð í gegnum Amazon Explore. mbl.is/Colourbox

Út um allan heim eru ferðalangar að halda aftur að sér þegar kemur að ferðalögum. Amazon hefur brugðist við þessu og býður nú upp á upplifun á fjarlægum slóðum í gegnum tölvuna með Amazon Explore

Viðskiptavinir Amazon í Bandaríkjunum geta nú bókað aðila á mismunandi stöðum í heiminum til að leiðseigja sér um uppáhalds svæðin sín. Eins er hægt að versla með aðstoðarmanni í áhugaverðum litlum hönnunarbúðum í gegnum vefsvæðið. 

Dæmi um það sem hægt er að gera er að fara í vínsmökkun í Argentínu, hægt er að læra að gera fisk taco í Mexíkó og að skoða fallega 500 ára gamla höll í Perú. Svo ekki sé minnst á að elda sushi í eldhúsi í Tokyo og fleira í þeim dúr. 

Að sögn talsmanna Amazon hafa allir þjónustuaðilar fengið sérstaka kennslu frá fyrirtækinu. Þeir sem geta ekki nýtt sér þessa þjónustu geta haldið áfram að nota Google Earth eða YouTube. Amazon Explore er hins vegar með gagnvirkni í hljóð og mynd á milli þjónustuaðila og viðskiptavinar sem er nýjung.  

Í dag má velja á milli 86 ólíkra upplifana í 16 löndum. 

mbl.is