Uppáhaldshótel Díönu prinsessu

Díana prinsessa dvaldi á Carlyle-hótelinu þegar hún fór til New …
Díana prinsessa dvaldi á Carlyle-hótelinu þegar hún fór til New York. AFP

Í netflixþáttunum Krúnunni fór Díana prinsessa án Karls Bretaprins til New York. Þegar Díana heimsótti New York-borg gisti hún iðulega á Carlyle-hótelinu á horni Madison-breiðgötu og 76. stræti. Bara ef veggirnir gætu talað gæti einhver sagt enda voru stórstjörnur daglegir gestir á hótelinu.

Hótelið er 70 ára gamalt og í grein á vef New York Times um sölu þess í sumar kemur fram að hótelið hafi gegnt hlutverki Hvíta húss Johns F. Kennedys fyrrverandi Bandaríkjaforseta þegar hann var í borginni. Díana prinsessa fékk einnig að vera í friði á hótelinu þegar hún dvaldi í borginni. 

Aðrir Bandaríkjaforsetar hafa einnig heimsótt hótelið sem og kóngafólk víða að úr Evrópu. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja hafa meðal annars dvalið þar. Fleiri fróðleiksmola er að finna á vef hótelsins. Þar kemur meðal annars fram að fyrrverandi forsetafrúin Jacqueline Kennedy Onassis og leikkonan Audrey Hepburn hafi fyrst hist á hótelinu. Fatahönnuðurinn Huberd de Givency átti íbúð á hótelinu og varð íbúðin ekki hluti af því fyrr en árið 2017.

Carlyle-hótelið er vinsælt meðal ríka og fræga fólksins.
Carlyle-hótelið er vinsælt meðal ríka og fræga fólksins. Ljósmynd/Carlyle Hotel
Svíta á hótelinu.
Svíta á hótelinu. Ljósmynd/Carlyle Hotel
Allt það flottasta og fínasta á Carlyle-hótelinu.
Allt það flottasta og fínasta á Carlyle-hótelinu. Ljósmynd/Carlyle Hotel
mbl.is