Lína skipulagði óvissuferð fyrir Gumma „kíró“

Lína og Gummi eru í afmælisferð.
Lína og Gummi eru í afmælisferð. skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærasti hennar, kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eru um þessar mundir í afmælisferð. Lína skipulagði ferðina en Gummi fagnaði 40 ára afmæli í gær.

Lína og Gummi lögðu af stað á fimmtudag og gaf hún honum kort sem á stóð hver fyrsti áfangastaðurinn væri. Fyrsta stopp var Hótel Grímsborgir þar sem þau snæddu veglegan kvöldverð, fóru í heita pottinn og fengu sér kampavín uppi á herbergi. Í gærkvöldi fóru þau á Hótel Geysi þar sem þau héldu upp á afmælið.

Lína og Gummi hafa verið mjög dugleg að fara í ferðalög og gera sér dagamun síðastliðna mánuði. Þau skelltu sér nokkrum sinnum til útlanda í sumar en voru einnig mjög dugleg að ferðast um landið okkar fallega. 

mbl.is