Fór fyrst með systur Díönu í skíðafrí

Karl Bretaprins ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Klosters …
Karl Bretaprins ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Klosters árið 2005. REUTERS

Skíðasvæðið Klosters í Sviss er í uppáhaldi hjá Karli Bretaprinsi. Díana prinsessa var ekki fyrsta konan sem fór í skíðafrí með honum þar sem eldri systir hennar Sarah Spencer fór með honum nokkrum árum áður en þau Díana og Karl giftu sig. 

Árið 1977 byrjaði Karl að hitta hina 22 ára gömlu Söruh Spencer. Þau fóru meðal annars í eitt lúxusfrí saman, nánar tiltekið til Klosters í byrjun árs árið 1978 að því er fram kemur á vef Elle.

Skíðasvæðið kemur fyrir í nýjustu þáttaröðinni af The Crown á Netflix en ekkert er þó minnst á skíðafrí Karls og Söruh mágkonu hans. Í þáttunum er rifjað upp frí Karls og Díönu frá árinu 1988 þar sem hræðilegt slys átti sér stað. Díana hætti að fara til Klosters eftir slysið en Karl hélt áfram að fara.

Karl sem lærði á skíði ungur fór reglulega í skíðaferðir til Klosters, meðal annars með vinum, Díönu prinsessu og sonum sínum. Áður fyrr áttu stórstjörnur á borð við Julie Andews, Gretu Garbo, Orson Welles og Gene Kelly það til að vera á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert