Reykjavík einn besti jólaáfangaastaðurinn

Reykjavík er á lista yfir bestu áfangastaðina yfir jólin.
Reykjavík er á lista yfir bestu áfangastaðina yfir jólin. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Reykjavík var valin á lista yfir bestu áfangastaðina til að ferðast til yfir jólin á vef Big Seven Travel. Listinn er byggður á svörum um 1,5 milljóna manna sem voru spurðir hvar þeir fyndu mest fyrir jólaandanum og hvar bestu jólaskreytingarnar væru. 

Reykjavík var í 22. sæti af 25 en á listanum eru stórkostlegar borgir víða um heim. Efst á listanum er Dresden í Þýskalandi en þar er að finna elsta jólamarkað Þýskalands. Í öðru sæti er Woodstock í Vermont í Bandaríkjunum en bærinn þykir einstaklega fallegur yfir jólin.

Í þriðja sæti er borgin Franklin í Tennessee í Bandaríkjunum, en þar er á ári hverju haldin sannkölluð jólahátíð yfir tvo daga sem kallast Dickens of Christmas. Hátíðin byggist á ævintýrum Charles Dickens. Í fjórða sæti er New York-borg en jólin í borginni eru einstök upplifun fyrir alla.

  1. Dresden, Þýskalandi 
  2. Woodstock, Bandaríkjunum
  3. Franklin, Bandaríkjunum
  4. New York, Bandaríkjunum
  5. Moskva, Rússlandi
  6. London, Bretlandi
  7. Leavenworth, Bandaríkjunum
  8. Aarhus, Danmörku
  9. Williamsburg, Bandaríkjunum
  10. Colmar, Frakklandi
  11. Mont Tremblant, Kanada
  12. Coburg, Þýskalandi
  13. Dublin, Írlandi
  14. Newport Beach, Bandaríkjunum
  15. Dahlonega, Bandaríkjunum
  16. Winchester, Bretlandi
  17. North Pole (bær í Alaska), Bandaríkjunum
  18. Frankenmuth, Bandaríkjunum
  19. Malta
  20. Rovaniemi, Finnlandi
  21. Honolulu, Bandaríkjunum
  22. Reykjavík, Íslandi
  23. San Miguel de Allende, Mexíkó
  24. Tókýó, Japan
  25. Bad Ragaz, Sviss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert