Starfsmenn Tívolísins í Köben deyja ekki ráðalausir

Christian Werther/Unsplash

Eins og allir vita sem hafa komið til Kaupmannahafnar yfir jólahátíðina er mögnuð og ævintýraleg jólastemmning í Tívolískemmtigarðinum. Vegna óþolandi veiru sem herjað hefur á heimsbyggðina þetta árið er Tívolíinu óheimilt að hafa opið þetta árið.

Garðyrkjumeistarar skemmtigarðarins hafa þó ekki dáið ráðalausir og hafa ákveðið að skreyta öll tré skemmtigarðarins, flytja þau á alla helstu skimunarstaði fyrir kórónuveiru og þannig skapa þá mögnuðu jólastemmingu sem venjulega er í Tívolíinu.

Í fréttatilkynningu sem Tívolí hefur sent frá sér kemur fram að með þessu framtaki sé Tívolí að sýna framlínustarfsfólki í veirufaraldrinum þakklæti, samstöðu og virðingu. Auk þessa munu veitingastaðir skemmtigarðsins senda bágstöddum mat sem þeir höfðu á lager og ekki nýtist vegna lokunar.

Ava Playle/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert