Samson með í ferð til Bretlands

Samson og Dorrit í góðu yfirlæti heima á Íslandi í …
Samson og Dorrit í góðu yfirlæti heima á Íslandi í sumar. Ljósmynd/Twitter

Hundurinn Samson ferðaðist með eiganda sínum, Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, til Bretlands á dögunum. Samson, sem varð eins árs fyrr á þessu ári, er mögulega einn víðförlasti hundur Íslands en hann fæddist í Bandaríkjunum, flutti heim til Íslands í sumar og er nú mættur til Bretlands. 

Dorrit hefur síðustu daga birt nokkur myndbönd af Samson þar sem hann fylgist með borgarlífinu í London út um gluggann og nýtur rigningarinnar í ensku sveitinni með vini sínum.

Ekki er ljóst hvort Dorrit og Samson hafi bara farið tvö til Bretlands eða hvort fyrrverandi forseti Íslands er með í för. Dorrit hefur verið mikið á faraldsfæti þetta árið þar sem hún smitaðist af kórónuveirunni fyrr á þessu ári og er með mótefni. Ólafur hefur hins vegar ekki ferðast mikið. Hann birti þó mynd úr háloftunum á twitter á dögunum og því möguleiki á að fjölskyldan sé sameinuð í Bretlandi.

Samson í ensku sveitinni ásamt vini sínum.
Samson í ensku sveitinni ásamt vini sínum. Ljósmynd/Instagram
Samson virðir London fyrir sér úr öruggri fjarlægð.
Samson virðir London fyrir sér úr öruggri fjarlægð. Ljósmynd/Instagram
Samson að smakka salat í Bretlandi.
Samson að smakka salat í Bretlandi. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert