Borgir sem eru betri að vetri

París að vetri.
París að vetri. Ljósmynd/Unsplash/Norbu Gyachung

Ferðalög yfir sumartímann eru alltaf frábær, en vetrarferðalög eru frábær líka og sumar borgir er betra að heimsækja að vetrarlagi. Þá eru yfirleitt færri á ferli og ákveðin ró yfir borgarlífinu. Í sumum þessara borga snjóar líka, sem gerir upplifunina einstaka. 

Matera, Ítalíu

Þessi ævaforna borg á Ítalíu er einstaklega heillandi yfir vetrartímann. Snjórinn hylur borgina og gerir hana að einstöku vetrarríki.

Vín, Austurríki

Það er heillandi að rölta um götur Vínar að vetrarlagi. Hin fallega hönnuðu hús í miðborg Vínar njóta sín enn betur í snjónum. 

Edinborg, Skotlandi

Edinborg er frábær áfangastaður árið um kring en það er eitthvað við vetrartímann sem gerir borgina enn meira aðlaðandi.

Salzburg, Austurríki

Þessi austurríska borg breytist í borg í ævintýramynd frá Disney yfir vetrartímann. Háir turnar og mikilfenglegar byggingar verða enn meira spennandi. 

Tromsø, Noregi

Ef þig langar til að upplifa alvöruvetur, fara á skíði og skemmta þér yfir veturinn þá er Tromsø í Noregi áfangastaðurinn fyrir þig.

París, Frakklandi

Franska höfuðborgin er alltaf dásamleg sama hvernig veðrið er. Allir sem hafa komið til Parísar að vetrarlagi eru sammála um að borgin sé frábær að vetri til.

Prag, Tékklandi

Tékkneska höfuðborgin verður einstaklega krúttleg yfir vetrartímann og hin klassísku rauðu húsþök eru einstaklega heillandi þegar þau eru þakin snjó.

Prag að vetri.
Prag að vetri. Ljósmynd/Unsplash/Pat Whelen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert