Jólaljósin loga í sögufrægu hverfi þrátt fyrir veiruna

Þótt heimsfaraldur geisi og margir eigi um sárt að binda fyrir þessi jól loga jólaljósin skært í sögufrægu hverfi í Brooklynhverfi í New York. Hefð er fyrir því að íbúar hverfisins skreyti mikið fyrir jólin, svo mikið að hverfið er stundum kallað jólaþorp. 

Einn íbúi í götunni segir í samtali við AFP að þau hafi verið tvístígandi með að setja upp jólaskrautið fyrir þessi jól en að lokum ákveðið að gera það samt. 

Jólaljósin hafa sem fyrr mikið aðdráttarafl og leggur fólk leið sína í hverfið hvaðanæva úr borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert