Svona pakkar þú fyrir vetrarfrí

Það er vandasamt að pakka fyrir vetrarferðalag.
Það er vandasamt að pakka fyrir vetrarferðalag. Ljósmynd/Pexels

Við Íslendingar ferðumst kannski mun meira á sumarið en það er líka gaman að ferðast á veturna. Einn ókostur við vetrarferðalög er að vetrarfötin taka mun meira pláss og því er vandasamt að pakka létt fyrir þau ferðalög. 

Lagskiptur klæðnaður

Lykilatriðið þegar pakkað er fyrir vetrarferðalag er ekki að pakka nógu miklu af hlýjum fötum heldur velja réttu flíkurnar. Takmarkaðu þig við eitt undirlag, til dæmis föðurland, og hlýja þunna langerma peysu. Ein hlý peysa, eitt vesti, einar snjóbuxur eða hlífðarbuxur og ein úlpa. 

Ekki eyða öllu plássinu í vettlinga

Húfur, treflar, vettlingar og ullarsokkar. Allt tekur þetta gífurlegt pláss. Það er nóg að pakka einni húfu og einum trefli. Gott er að miða við tvenna vettlinga; eina fingravettlinga og einar lúffur. Það er vandasamt að ákveða sokkamagnið, en tvennir ullarsokkar eða hlýir sokkar ættu að duga. Þurrkaðu sokkana strax ef þeir blotna og pakkaðu frekar fleiri þunnum sokkum.

Leigðu búnað

Ef þú ert á leið í skíðaferðalag ættirðu að skoða þann kost að leigja búnað. Allur skíða- og brettabúnaður tekur mikið pláss og ef þú ert ekki atvinnumaður skiptir engu máli þótt einhver hafi notað skíðin á undan þér.

Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert