Íslensku áfangastaðirnir sem slógu í gegn á árinu

Stuðlagil var vinsæll áfangastaður Íslendinga.
Stuðlagil var vinsæll áfangastaður Íslendinga. Ljósmynd/JonFromIceland

Ferðaárið 2020 var heldur óhefðbundnara en síðustu ár. Þar sem Íslendingar gátu lítið ferðast til útlanda nýttu þeir tækifærið og ferðuðust innanlands. Sá áfangastaður sem sló hvað mest í gegn hjá Íslendingum á árinu var án efa Stuðlagil. 

Stuðlagil er gullfalleg náttúruperla á Austurlandi sem uppgötvaðist eftir að Kárahnjúkavirkjun var byggð. Einstakt stuðlabergið er í aðalhlutverki í gilinu ásamt Jöklu sem skartar sínu fegursta þegar hún er himinblá á litinn.

Stuðlagil.
Stuðlagil.

Vök-böðin á Austurlandi vorur einnig áberandi í ferðalögum Íslendinga þetta árið en böðin eru einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. 

Vök baths.
Vök baths. Ljósmynd/Aðsend

Auk Vök baths voru Sjóböðin á Húsavík einnig fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum og margir sem birtu mynd af sér í sjóböðunum með Kinnarfjöllin og Skjálfanda í bakgrunni. 

Sjóböðin á Húsavík.
Sjóböðin á Húsavík. Ljósmynd/Aðsend

Giljaböðin í Húsafelli voru einnig vinsæll áfangastaður margra en böðin voru búin til í einstöku umhverfi í Borgarfirðinum. 

Giljaböðin í Húsafelli.
Giljaböðin í Húsafelli. Ljósmynd/Aðsend

Hótel Geysir var án efa eitt af vinsælustu hótelum landsins í sumar. Hótelið er gríðarlega fallegt og tilvalið að ná góðum myndum þar.

Hótel Geysir.
Hótel Geysir. mbl.is/Hótel Geysir

Sjaldan hafa jafn margir Íslendingar skellt sér á Vestfirðina eins og í sumar. Fossinn Dynjandi var vinsæll áfangastaður þeirra sem fóru vestur.

Margir nýttu tækifærið í sumar og kíktu á gljúfrið sem tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði frægt. Fjaðrárgljúfur er sannarlega einstakur staður sem margir heimsóttu í sumar.

Fjarðárgljúfur.
Fjarðárgljúfur. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert