Magnaðar myndir af eldgosinu á Havaí

Hraun heldur áfram að streyma úr fjallinu Kilauea á Havaíeyju í Bandaríkjunum. Mögnuð myndbönd frá Eldfjallamiðstöð Havaí sýna hvernig glóandi rautt hraunið rennur niður fjallshlíðarnar.

Eldgos í fjallinu hófst hinn 20. desember en Kileuea er talið vera virkasta eldfjall í heimi. Það er líka vinsæll áfangastaður ferðamanna sem koma til Havaí.

Í miðju eldfjallinu er megineldstöðin Halema'uma'u en hún hrundi niður í sjálfa sig árið 1919 og myndaði stóra skál þar sem myndast hefur á síðustu árum stöðuvatn. Nú streymir hraun ofan í skálina og hefur vatnið vikið fyrir glóandi heitu hrauninu.

Stöðugt gos var í fjallinu frá 1983 til ársins 2018 og því tók fjallið sér bara tveggja ára pásu á milli gosa.

Hraunið streymir niður í skálina.
Hraunið streymir niður í skálina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert