21 staður til að heimsækja 2021

Nú er góður tími til að láta sig dreyma um …
Nú er góður tími til að láta sig dreyma um ferðalög ársins 2021. Ljósmynd/Pexels/Archie Binamira

Á meðan við bíðum eftir því að bólusetning verði komin lengra á veg og heimurinn opnist á ný er gott að láta sig dreyma um öll ferðalögin sem maður ætlar að láta verða að raunveruleika á árinu.

CNN Travel tók saman 21 stað sem verðugt er að heimsækja á nýja árinu. Staðirnir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þar á meðal er mælt með því að heimsækja Disneygarða víða um veröld á þesus ári. Disneygarðar eru góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og alls ekki nauðsynlegt að hafa börn með sér til að hafa gaman af.

 1. Suðurskautslandið
 2. Kanada
 3. Disneygarðar
 4. Dúbaí
 5. Egyptaland
 6. Frakkland
 7. Gana
 8. Grikkland
 9. Grenada
 10. Havaí
 11. Ítalía
 12. Japan
 13. Maldíveyjar
 14. Mexíkó
 15. Nýja-Sjáland
 16. New York-borg
 17. Singapúr
 18. Spánn
 19. Taíland
 20. Bretland
 21. Úrúgvæ
mbl.is