Leigðu svakalega villu í Aspen

Villan var byggð á síðasta ári.
Villan var byggð á síðasta ári. Ljósmynd/Realtor.com

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner og dætur hennar Kylie og Kendall Jenner fögnuðu komu nýs árs í skíðaferðalagi í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Fjölskyldan leigði rándýra villu í skíðabænum en það kostar rúmlega 57 milljónir íslenskra króna að leigja villuna á mánuði. 

Villan er rúmlega 1.800 fermetrar og á fjórum hæðum. Í henni eru sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, risastór verönd, arinn, heimabíó, sundlaug, keilusalur og bílskúr fyrir fjóra bíla. Villan er glæný en hún var byggð á síðasta ári.

Fjölskyldan leigði húsið aðeins í nokkra daga svo ólíklegt þykir að þau hafi greitt 57 milljónir. Húsið stendur á afskekktum stað í Klettafjöllunum og því gott næði fyrir stórstjörnurnar.

Kris Jenner sneri aftur heim til Los Angeles um miðjan dag í gær, en dætur hennar tvær, og Stormi dóttir Kylie, dvöldu fram á kvöld í Aspen. Þær flugu svo aftur til Los Angeles í einkaþotu Jenner. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is