Vill meiri nekt í náttúrulaugum

Sigga Dögg vill meiri nekt í náttúrulaugum.
Sigga Dögg vill meiri nekt í náttúrulaugum. mbl.is/Árni Sæberg

Kynfræðingurinn Sigga Dögg velti því fyrir sér í dag af hverju það væri ekki meira um það að fólk baðaði sig nakið í náttúrulaugum. Sigga sjálf fór í ferðalag um Vestfirði nú í vetur og fór nakin ofan í eina laugina. 

„Í einum pottinum var einmitt kviknakið par og við bara strippuðum fyrir framan þau og klöngruðumst ofan í og svo bara spjölluðum við um lífið og tilveruna. Ekkert kynferðislegt eða erótískt, bara venjulegt. Enda erum við öll alls konar og það þarf að normalísera nektina (eins og t.d. Nova gerði í sinni auglýsingu og Skaupið margumrædda!). Það er svo mikið frelsi í nektinni og að fjarlægja kynlíf frá henni  eða hvað?“ sagði Sigga. 

Sigga veltir því fyrir sér hvort við getum ekki bara horfið aftur til fortíðar og farið að baða okkur aftur nakin í náttúrulaugum þessa lands. 

mbl.is