Slapp við fangelsi á Barbados

Zara Holland slapp við fangelsi.
Zara Holland slapp við fangelsi. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Zara Holland var dæmd til þess að greiða sekt fyrir að hafa brotið reglur um sóttkví á Karíbahafseyjunni Barbados í lok desember. Holland kom fyrir dómara í gær og var gert að greiða 770 þúsund íslenskar krónur í sekt fyrir brotið. 

Holland er vel þekkt í Bretlandi en auk þess sem hún tók þátt í raunveruleikaþáttunum Love Island var hún krýnd Ungfrú Bretland árið 2015.

Holland lenti á Barbados ásamt kærasta sínum Elliott Love hinn 27. desember. Þau fóru bæði í sýnatöku á landamærunum og fengu leiðbeiningar um að fara í sóttkví á hóteli þar til niðurstöður úr sýnatökunni bærust. 

Hinn 29. desember uppgötvaðist hins vegar að Holland og Love væru ekki á herbergi sínu á hótelinu og stöðvaði lögreglan þau á flugvellinum að reyna að yfirgefa eyjarnar. Þau gáfu sig síðar fram við lögreglu og fóru í sóttkví á Hilton-hótelinu á Barbados.

mbl.is