Flugvél stolið á gamlárskvöld

Vélinni var stolið á gamlárskvöld.
Vélinni var stolið á gamlárskvöld. Ljósmynd/Facebook

Gámi með léttflugvél var stolið af Cottonwood-flugvellinum í Arizonaríki í Bandaríkjunum rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld. 

Í gámnum var ýmis búnaður tengdur flugvélum en lögreglan telur verðmæti þýfisins vera á bilinu 8-10 milljónir króna.

Lögreglan í Cottonwood í Arizona tilkynnti þjófnaðinn á facebooksíðu sinni á dögunum þar sem óskað er eftir upplýsingum í málinu. 

mbl.is