Gurrý og Egill fögnuðu með stæl innanlands

Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson.
Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snyrtifræðingurinn Guðríður Jónsdóttir og kærasti hennar Egill Einarsson einkaþjálfari fögnuðu þrítugsafmæli hennar með stæl um helgina. Guðríður eða Gurrý eins og hún er kölluð skellti sér á hótel með ört stækkandi fjölskyldu sinni. 

Með í þeim Gurrý og Agli í för var sex ára gömul dóttir þeirra en parið á von á sínu öðru barni í vor. Parið kom meðal annars við á hótelinu 360° Boutique Hotel & Spa sem er staðsett í Flóahreppi um tíu kílómetra austur af Selfossi. Á hótelinu er heit laug og heilsulind. Fram kemur á vef hótelsins að hægt sé að gera góð kjör á hótelinu fram á vor og er 50 prósent afsláttur á hótelherbergjum. 

View this post on Instagram

A post shared by Gurrý Jóns (@gurryjons)

Margir leggja það í vana sinn að fagna erlendis á stórafmælum. Ástandið í heiminum býður ekki upp á það og eru helgarferðir innanlands alltaf að verða vinsælli. Ekki er langt síðan kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason varð fertugur og skipulagði kærasta hans, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir, þá óvissuferð fyrir hann innanlands. 

mbl.is