Íslensk vegabréf í 11. sæti

Íslensk vegabréf eru í 11. sæti.
Íslensk vegabréf eru í 11. sæti. mbl.is/Golli

Íslensk vegabréf eru í 11. sæti á lista yfir þau vegabréf sem veita aðgang að flestum löndum án vegabréfsáritunar, samkvæmt samantekt Henley and Partners. Íslenska vegabréfið var áður í 12. sæti en hefur nú færst upp um eitt. 

Í ellefta sæti ásamt Íslandi eru Litháen, Slóvakía og Pólland en öll veita þau aðgang að 181 landi án áritunar. Efst á listanum er japanska vegabréfið sem veitir aðgang að 191 landi án vegabréfsáritunar. Næst á eftir er Singapúr með 190 lönd og Suður-Kórea og Þýskaland með 189 lönd. 

Á botni listans er Afganistan með aðgang að 26 löndum, Írak með aðgang að 28 löndum og Sýrland með aðgang að 29 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert