Týndur köttur fannst á flugvelli eftir 11 daga

Muji týndist á LaGuardia flugvellinum í 11 daga.
Muji týndist á LaGuardia flugvellinum í 11 daga. Ljósmynd/Twitter

Kötturinn Muji fannst á La Guardia í New York 4. janúar síðastliðinn. Muji litla hafði þá verið týnd í 11 daga en hún týndist í flutningum eigenda sinna. 

Eigandi hennar, Taylor Le, var að flytja frá New York til Kaliforníu og átti flug á aðfangadagskvöld. Muji litla átti að vera með í för en slapp undan öryggisvörðum þegar hún var tekin úr búri sínu. 

Muji komst undan öryggisvörðunum og hljóp í burtu. „Öryggisvörðurinn krafðist þess að ég tæki hana úr búrinu á meðan við færum í gegnum öryggishliðið og bauðst ekki til að taka okkur í gegnum séreftirlit,“ sagði Le í færslu á Facebook. 

Þegar Le var komin í gegnum hliðið slapp Muji og komst inn í vélasal þar sem hún stökk út í loftið og hvarf. Eftirlitsmenn á flugvellinum komu fyrir gildrum til að reyna að góma hana en allt kom fyrir ekki. 

Það var ekki fyrr en hinn 4. janúar sem Muji lenti í einni gildranna og höfðu starfsmenn vallarins samband við Le. Muji var færð á dýraspítala í New York þar sem hugsað var vel um hana þar til Le sótti hana.

Taylor Le og Muji eru sameinaðar á ný.
Taylor Le og Muji eru sameinaðar á ný. Ljósmynd/Taylor Le
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert