Rúrik og Soliani á fimm stjörnu hóteli í Ríó

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.

Það hefur ekki væst um fyrrverandi fótboltakappann Rúrik Gíslason og kærustu hans Nathaliu Soliani í Rio de Janeiro í Brasilíu síðustu vikur. 

Rúrik og Soliani hafa dvalið á Hotel Emiliano, sem er fimm stjörnu hótel við hina víðfrægu strönd Copacabana. 

Hotel Emiliano er ekkert slor en á þakinu er bar með góðu útsýni yfir ströndina og út á hafið. Það er allt til alls á hótelinu eins og gengur og gerist með fimm stjörnu hótel; spa, veitingastaður og fjöldi mismunandi svíta. 

Ein nótt í venjulegu herbergi kostar frá 44 þúsund íslenskum krónum fyrir tvo en nótt í svítu kostar frá 85 þúsund krónum.

Af þakbarnum er gott útsýni yfir Copacabana.
Af þakbarnum er gott útsýni yfir Copacabana. Skjáskot/Instagram
Ljósmynd/Hotel Emiliano
Ljósmynd/Hotel Emiliano
mbl.is