Lúxushótel hannað fyrir nýbakaðar mæður

Ljósmynd/Kai Suites

Í Singapúr var á dögunum opnað glænýtt lúxushótel. Hótelið er einstakt því það er hannað með þarfir nýbakaðra mæðra í huga og hugsað til þess að auðvelda foreldrum fyrstu vikurnar.

Hótelið, Kai Suites, var útbúið á gömlum fæðingarspítala sem bar sama nafn. Það er þó ekki eins og spítali og ekki eins og venjulegt hótel. Á hótelinu starfa heilbirgðisstarfsmenn sem veita nýbökuðum foreldrum þjónustu.

„Sem faðir fjögurra barna og eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli með eiginkonu minni við mismunandi aðstæður hef ég góða þekkingu á því hversu mikilvæg fræðsla um fæðingar er og fyrstu vikurnar. Auk allra þeirra þarfa sem móðir og barn hafa á þessum tíma, ekki bara líkamlegra heldur líka andlegra,“ sagði eigandi hótelsins, Kevin Kwee.

Foreldrar koma á hótelið þegar konan útskrifast af spítalanum. Þegar á hótelið er komið er tekið vel á móti þeim með nuddi, læknisheimsókn og næringarríkri máltíð.

Aðrir fjölskyldumeðlimir eru velkomnir í heimsókn er foreldrar eru hvattir til að vera þeir einu sem gista á hótelinu á meðan þeir kynnast nýja barninu. Mikil áhersla er lögð á að gefa nýbökuðum foreldrum tíma með barninu sínu í friði.

Þá eru einnig sameiginleg rými í húsinu þar sem foreldrarnir geta hitt aðra foreldra og rætt um sameiginleg vandamál og fengið stuðning. 

Það er þó rándýrt að dvelja á hótelinu en tveggja vikna dvöl fyrir foreldra með eitt barn kostar um 1,7 milljónir íslenskra kóna.

CNN Travel

Ljósmynd/Kai Suites
Ljósmynd/Kai Suites
Ljósmynd/Kai Suites
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert