Systur njóta lífsins í villu í Mexíkó

Kylie Jenner nýtur lífsins í Mexíkó með systur sinni og …
Kylie Jenner nýtur lífsins í Mexíkó með systur sinni og vinkonum. Skjáskot/Instagram

Systurnar Kylie og Kendall Jenner njóta nú lífsins í háklassavillu á vesturstönd Mexíkós. Systurnar leigðu villuna Ocean Castle Sol de Oriente í Costa Careyes. 

Jenner-systur eru ekki bara tvær í sólinni heldur komu Anastasia Karanikolaou, Victoria Villarroel, Sofia Villarroel, Hannah Logan og Carter Gregory með þeim. Vinkonurnar flugu frá Los Angeles til Mexíkó á einkaþotu Kylie. 

Villan sem þær dveljast í er með sex svefnherbergjum og risastórri „infinity“-sundlaug með góðu útsýni í allar áttir. Nóttin kostar um 840 þúsund íslenskar krónur. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)
mbl.is