Einangrar sig í lúxusvillu á St. Barts

Robbie Williams og Ayda Field eru nú á St Barts …
Robbie Williams og Ayda Field eru nú á St Barts í sóttkví. Robbie er með kórónuveiruna. Richard Young / Rex Features

Söngvarinn Robbie Williams er í sóttkví í lúxusvillu á St. Barts eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. 

Willams dvelur þar ásamt eiginkonu sinni Aydu Field og börnunum þeirra fjórum. Villan er ekki af lakari endanum og kostar um 15 þúsund pund á nótt en fjölskyldan hefur til umráða einkaströnd og risastóra sundlaug.

Williams-fjölskyldan dvaldi á eyjunni yfir áramótin en þurfti að framlengja dvöl sína þar í sóttkví eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

„Robbie hefur verið frekar veikur. Hann dvelur í villunni ásamt fjölskyldu sinni. Þetta eru ekki verstu aðstæður sem hann þarf að lifa við en hann má þó ekki fara á ströndina. Hann þarf að vera í sóttkví í tvær vikur,“ segir heimildarmaður.

mbl.is