Aldrei drekka þetta um borð í flugvél

Kat Kamalani er vinsæl á TikTok.
Kat Kamalani er vinsæl á TikTok. Skjáskot/TikTok

Flugþjónninn og tiktokstjarnan Kat Kamalani segist aldrei drekka heitt vatn sem er í boði um borð í flugvélum og mælir ekki með því að fólk geri það. Hún segir að heita vatnið komi úr vatnstönkum vélarinnar sem séu sjaldan þrifnir auk þess sem þeir eru staðsettir við hlið salernanna. 

Kamalani er vinsæl á TikTok og hafa yfir 165 þúsund manns horft á myndbandið hennar. 

„Talaðu bara við flugþjóna, við drekkum eiginlega aldrei teið eða kaffið, það kemur úr sama vatnstankinum,“ sagði Kamalani í myndbandinu. 

Hún segist aðeins fá sér flöskuvatn eða gos um borð í flugvélum. 

mbl.is