Hemsworth-hjónin sóla sig á eyju

Chris Hemsworth og Elsa Pataky.
Chris Hemsworth og Elsa Pataky. AFP

Chris Hemsworth og Elsa Pataky hafa verið að njóta lífsins ásamt börnum sínum á lítilli eyju við strendur Ástralíu. Þetta á að vera síðasta almennilega fríið þeirra áður en Hemsworth hefur tökur á nýrri Thor-mynd. 

Hjónin birtu myndir af sér á Lord Howe-eyju sem er agnarsmá eyja í Tasmaníuhafi. 

„Frábært að vera komin aftur í þessa paradís,“ sagði Pataky um eyjuna en þau fóru þangað síðast í október á síðasta ári.

Hemsworth hefur verið ötull talsmaður fyrir ferðamál í heimalandi sínu og hvatti alla heimamenn til þess að styðja við iðnaðinn og ferðast um Ástralíu.

mbl.is