Eric Trump, sonur Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur ekki lengur aðgang að flugvél forsetans, Air Force One. Því neyðist fjölskyldan til að fljúga með hinum almenna borgara í Bandaríkjunum.
Eric, eiginkona hans Lara og börn þeirra tvö sáust í almennu farþegarými í flugi Delta Air frá Palm Beach í Flórída á leið til New York. Athygli vakti að hinn ungi Trump splæsti ekki í sæti á viðskipta- né fyrsta farrými.
Sjónarvottur sem TMZ ræddi við sagði að fjölskyldan hefði beðið eftir fluginu á flugvellinum í Flórída með öllum hinum. Eric hefði sjálfur sett handfarangurinn í geymsluna fyrir ofan sætin og krakkarnir hegðað sér vel í fluginu.
Eric hefur notið þeirra forréttinda síðustu fjögur árin að fá að ferðast með föður sínum og á einkaþotu forsetans.
Systir hans, Ivanka, hefur ekki nýtt sér forréttindi sín líkt og bróðir hennar síðustu árin en hún sást reglulega fljúga í almennu farþegarými.