Ævintýri undir Dyrfjöllum

Árni Magnús, sem er Borgfirðingur að ætt og uppruna, hefur …
Árni Magnús, sem er Borgfirðingur að ætt og uppruna, hefur verið á skíðum frá því hann var þriggja ára. mbl.is

Fyrir þá sem hafa áhuga á að upplifa ævintýri undir Dyrfjöllum í Borgarfirði eystra er Árni Magnús Magnusson án efa maðurinn að fara með í slíka ferð. Skíðagönguferð um fáfarnar náttúruperlur landsins eru að færast í vöxt um þessar mundir.

Árni Magnús, sem er Borgfirðingur að ætt og uppruna, hefur verið á skíðum frá því hann var þriggja ára. Hann er enn á skíðum og náði blaðamaður á honum í einni slíkri ferð. „Skíðagönguferðin sem við erum að bjóða upp á hinn 19. til 21. mars næstkomandi er búin til fyrir gönguskíðafólk sem hefur áhuga á að upplifa svæði á Íslandi sem fáir hafa komið á. Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri. Um það snýst þessi ferð sem við ætlum að bjóða upp á í mars; að upplifa Dyrfjöllin, Stórurðina og Víknaheiðina í vetrarbúningi, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum.“ Það eina sem Árni Magnús segir þátttakendur þurfa er að vera í ágætu skíðaformi, síðan geti þeir flogið með honum inn í ævintýrið fyrir austan. Sjálfur hefur hann bæði menntun í og alla sína starfsævi unnið við að leiðsegja fólki. Hann fer á fjöll, er stofnandi Fjarðarhjóla, sem sérhæfa sig í fjallahjólreiðaferðum, og hefur verið ötull við uppbyggingu sjálfbærra útivistarleiða á staðnum.

Fegurðin í íslenskri náttúru er ekki eingöngu bundin við sumarið, …
Fegurðin í íslenskri náttúru er ekki eingöngu bundin við sumarið, því vetrarfegurðin er ekki síðri. mbl.is

Einstakt að vera utanbrautar á gönguskíðum

„Þessi ferð er mjög spennandi fyrir okkur sem búum á staðnum, því við höfum verið að finna leiðir til að vera með meiri vetrarferðaþjónustu. Það koma að meðaltali 50 þúsund einstaklingar til Borgarfjarðar á sumrin, en við erum vanalega ekki með mikið að gera hjá okkur á veturna. Þessi gönguskíðaferð er einstök fyrir þær sakir að við erum að bjóða upp á utanbrautargönguskíði, sem er skemmtilegt svar við því sem er í boði sem dæmis á Ísafirði þar sem sterk gönguskíðahefð ríkir.“ Árni Magnús segir landsvæðið hafa laðað hann til sín, þar sem afi hans bjó og fæddist á Glettingsnesi og þeir sem hlusti á veðurfréttir kannist örugglega við þegar nefnt er veðrið á Austurlandi að Glettingi, en þangað á hann ættir að rekja. Árni Magnús er alinn upp í Kópavogi en Borgarfjörður og náttúruperlurnar höfðuðu betur til hans en lifið á malbikinu.

Rennir sér á skíðum úr bakgarðinum heima

Í dag býr hann með eiginkonu sinni og barni í fallegu umhverfi þar sem hann getur rennt sér á skíðum frá bakgarðinum heima hjá sér. „Það finnst mér einstakt, því náttúran gefur manni svo mikinn frið og gleði. Ég upplifi algjöran frið í náttúrunni og skíðin endurnæra líkama og sál. Útiveran heldur mér glöðum og ég vona svo sannarlega að fólk skrái sig í þessa gönguskíðaferð og upplifi með okkur fegurðina hér í félagsskap með öðru fólki sem elskar náttúruna líka.“ Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um ferðina á Fjallakofanum, ævintýraferðum. Ferðin er samstarf Fjallahjóla, Blábjarga og Fjallaferðaskrifstofu Íslandsvina sem leitast við að veita ævintýralegar upplifanir í náttúrunni að vetrarlagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »