Harry kemur líklega án Meghan

Harry og Meghan eru flutt til Bandaríkjanna.
Harry og Meghan eru flutt til Bandaríkjanna. AFP

Meghan hertogaynja er ekki líkleg til þess að gera sér ferð til Lundúna næsta sumar með eiginmanni sínum Harry Bretaprins. Harry mun hins ekki láta 100 ára afmæli afa síns fram hjá sér fara auk annarra merkisviðburða. 

Ekkert hefur enn verið ákveðið varðandi sumarið að sögn heimildarmanna Daily Mail vegna kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkana. Eins og staðan er í dag er líklegra en ekki að Harry heimsæki fjölskyldu sína án Meghan og Archie sem verða eftir í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 

Hinn 10. júní verður Fil­ipp­us her­togi af Ed­in­borg 100 ára. Tveimur dögum seinna er formlegur afmælisdagur drottningarinnar en Elísabet fagnar 95 ára afmæli í ár. Einnig er stefnt að því að opinbera nýja styttu af Díönu prinsessu en Díana hefði orðið sextug hinn 1. júlí hefði hún lifað. 

„Það þarf að koma fram að það er ákveðin óvissa enn þá vegna óútreiknanleika kórónuveirufaraldursins en skilningurinn er sá að hertoginn sé líklegri til þess að koma,“ sagði heimildarmaður. „Þetta er persónuleg og praktísk ákvörðun hjónanna en þetta myndi að sjálfsögðu hjálpa starfsfólki að stýra því sem yrði líklega frekar flókin staða.“

Annar heimildarmaður nefndi að drottningin hefði gert öllum ljóst að Harry og Meghan væru enn hluti af fjölskyldunni þó svo að þau hefðu sagt sig frá opinberum skyldum sínum í fyrra. Þeim væri því velkomið að mæta á fjölskylduviðburði. 

Harry og Meghan kvöddu England í fyrra.
Harry og Meghan kvöddu England í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert