Gripin glóðvolg í fríi með ísraelskum erfingja

Sofia Richie.
Sofia Richie. AFP

Fyrirsætan Sofia Richie, dóttir tónlistarmannsins Lionels Richies, var gripin glóðvolg með nýjum kærasta í fríi í Miami um síðustu helgi. Nýi kærastinn heitir Gil Ofer og er sonur eins ríkasta manns í Ísrael. 

Richie og Ofer létu vel hvort að öðru á ströndinni eins og myndir sem birtust á vef Daily Mail sýna. Parið var á fimm stjörnu lúxushótelinu Faena en hótelið er alveg við ströndina á Miami. 

Richie hætti með ólátabelgnum Scott Disick í fyrra eftir þriggja ára samband. Hún byrjaði í kjölfarið með viðskiptamanninum Matt­hew Mort­on en það samband entist ekki nema í tvo mánuði. Nú er hún komin með enn annan í takið og virðist hafa fallið alveg fyrir honum. 

Ofer er nemi við London Business School en hann er sonur ísrelska auðkýfingsins Idans Ofers. Ofer eldri var ríkasti maður Ísraels árið 2013. Hann sérhæfir sig í skipaflutningum og samkvæmt Forbes er hann 394. sæti yfir ríkustu menn heims. 

View this post on Instagram

A post shared by Faena (@faena)

View this post on Instagram

A post shared by Faena (@faena)mbl.is