Bylting fyrir flughrædda

Hægt er að skoða ókyrrðarspána með 36 tíma fyrirvara.
Hægt er að skoða ókyrrðarspána með 36 tíma fyrirvara. Ljósmynd/Unsplash/HAL9001

Nýr spávefur, Turbli, gerir ferðalöngum kleift að kanna hvort það sé líklegt að mikil ókyrrð verði í næstu flugferð sem þeir fara í. 

Vefurinn var opnaður almenningi nýlega en þar er að finna spá allt að 36 klukkustundir fram í tímann. Það eina sem farþegar þurfa að gera er að slá inn flugferðina sem þeir ætla í og sjá þá líkurnar á ókyrrð og hvar ókyrrðin er líklegust.

Vefurinn notar veðurspá bandarísku veðurstofunnar. 

Á sömu vefsíðu er einnig hægt að skoða hvernig veðurspáin er og hvort hún muni hafa einhver áhrif á fyrirhugaða flugferð.

mbl.is