Mest ljósmyndaða bygging heimsins

Empire State-byggingin er meðal helstu kennileita New York-borgar.
Empire State-byggingin er meðal helstu kennileita New York-borgar. AFP

Empire State-byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum er sú bygging sem hefur verið oftast ljósmynduð í heiminum ef marka má samantekt AddictiveTips.com. Byggingin hefur verið merkt með myllumerki yfir fjórum milljón sinnum á Instagram. 

The Shard í London á Bretlandi er næstvinsælasta byggingin á Instagram en það hefur verið merkt 1,6 milljón sinnum. Taipei 101 í Taíwan er í þriðja sæti með 784 þúsund merkingar og World Trade Center í New York er í fjórða sæti. Willis-turninn í Chicago er í því fimmta. 

  1. Empire State-byggingin - Bandaríkjunum
  2. The Shard - Bretlandi
  3. Taipei 101 - Taívan
  4. World Trade Center - Bandaríkjunum
  5. Willis-turninn - Bandaríkjunum
  6. Chrysler-byggingin - Bandaríkjunum 
  7. Petronas-tvíburaturnarnir - Malasíu
  8. Shanghæ-turninn  - Kína
  9. The Gherkin - Bretlandi 
  10. Rockafeller-torg - Bandaríkjunum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert