Berlínarmúrinn fékk andlitslyftingu

Berlínarmúrinn fékk heldur betur andlitslyfingu í vikunni þegar mikið snjóaði í höfuðborg Þýskalands. Mikil snjókoma hefur verið á meginlandi Evrópu undanfarna viku og á miðvikudag mældist jafnfallinn snjór 50 sentímetrar víðsvegar í Þýskalandi.

Snjórinn er þó ekki bara fallegur og klæðir vinsæla ferðamannastaði eins og Berlínarmúrinn í falleg vetrarföt, hann spillir færð. 

Miklar umferðarteppur mynduðust á hraðbrautum á mánudagskvöld nálægt Bielefeld en nokkrir bílstjórar voru fastir í um 16 klukkustundir í umferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert