Rómantískustu hótel Íslands

Febrúar er mánuður ástarinnar.
Febrúar er mánuður ástarinnar. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Valentínusardagurinn er á sunnudaginn næsta og því góð hugmynd að bjóða elskunni á hótel um helgina. Ísland er einstaklega rómantískt land þar sem má finna fjöldann allan af rómantískum hótelum og stöðum til að eyða valentínusarhelginni. 

Buubble-kúluhúsin

Kúluhús Buubble eru fullkomin fyrir ástfangin pör. Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eyddu nótt þar um síðustu helgi og var ekki annað að sjá á parinu en upplifunin hafi verið mjög rómantísk.

Ion Adventure Hotel

Hótelið á Nesjavöllum er eitt það flottasta á Íslandi en þar er dásamlegt að vera, bæði um vetur og sumar. 

Hótel Grímsborgir

Hótel Grímsborgir er eitt vinsælasta hótelið í dag. Þar er að finna einstaklega smekkleg herbergi, góðan veitingastað og þaðan er stutt í spennandi afþreyingu. 

Hótel Sigló á Siglufirði er einstaklega rómantískt hótel.
Hótel Sigló á Siglufirði er einstaklega rómantískt hótel. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

Sigló hótel

Sigló hótel á Siglufirði er einstaklega fallegt og rómantískt. Siglufjörður er líka einn krúttlegasti bær á Íslandi og þar er notalegt að eyða helgi í kyrrðinni.

Svartaborg 

Svartaborg í Útkinn á Norðausturlandi er hinn fullkomni staður fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Húsin eru einstaklega smekklega innréttuð og þar er einnig að finna heita potta.

360° Bout­ique Hotel & Spa

Þetta hótel er í Flóahreppi, um 10 km frá Selfossi. Þar er heilsulind og heit laug. Andrúmsloftið er einstaklega rómantískt og fullkomið fyrir par sem er ástfangið upp fyrir haus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert