Seldist upp í rándýra siglingu á einum degi

Skipið siglir úr höfn frá San Francisco í Bandaríkjunum 15. …
Skipið siglir úr höfn frá San Francisco í Bandaríkjunum 15. janúar 2023. Ljósmynd/Wikipedia

Ferðaþorsti heimsbyggðarinnar leynir sér ekki um þessar mundir. 180 daga sigling Oceania Cruises seldist upp á aðeins einum degi. Miðaverðið var alls ekki lágt en miðinn kostar um 38 þúsund pund, eða 6,7 milljónir króna. 

Siglingin er líka alls ekki á næsta leiti, heldur er gert ráð fyrir því að sigla úr höfn árið 2023 og heimsækja 96 áfangastaði í 33 löndum. 

Alls voru 684 miðar í boði og seldust þeir upp á nokkrum klukkustundum. Þá voru nokkrir miðar í boði í lengri siglingu, 218 daga, og seldust þeir líka upp. 

Stefnt er á að skipið sigli úr höfn 15. júlí 2023 í San Francisco og komi aftur í höfn tæpum sex mánuðum seinna, 13. júlí. 

Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert