Vatnajökulsþjóðgarður einn sá besti í Evrópu

Herðubreið er að finna í Vatnajökulsþjóðgarði.
Herðubreið er að finna í Vatnajökulsþjóðgarði.

Vatnajökulsþjóðgarður er í 2. sæti á lista TripAdvisor yfir bestu þjóðgarða í Evrópu. Þjóðgarðurinn er sá stærsti í Evrópu og margar fallegustu náttúruperlur Íslands er að finna þar. 

Í fyrsta sæti á listanum er Yorkshire Dales-þjóðgarðurinn í Bretlandi. Á vef TripAdvisor segir að árið 2020 hafi ferðamenn sótt í fámenni og að vera mikið utandyra. 

Í þriðja sæti er Plitvice Lakes-þjóðgarðurinn í Króatíu en hann er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í landinu. 

  1. Yorkshire Dales-þjóðgarðurinn  Bretlandi
  2. Vatnajökulsþjóðgarður  Íslandi
  3. Plitvice Lakes-þjóðgarðurinn  Króatíu
  4. Peak District-þjóðgarðurinn  Bretlandi 
  5. New Forest-þjóðgarðurinn í Hampshire  Bretlandi 
  6. Sierra de Grazalema-þjóðgarðurinn  Spáni
  7. Sierra Nevada-þjóðgarðurinn  Spáni
  8. Uludag-þjóðgarðurinn  Tyrklandi
  9. Sierra de Aracena and Picos de Aroche  Spáni
  10. Cilento and Vallo di Diano-þjóðgarðurinn  Ítalíu
Vatnajökulsþjóðgarður.
Vatnajökulsþjóðgarður. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert