Hvað gerist ef farþegi deyr í flugvél?

Fólk deyr ekki bara á jörðu niðri. Hér má sjá …
Fólk deyr ekki bara á jörðu niðri. Hér má sjá mynd frá farþegarými í flugvél. AFP

Fólk deyr í háloftunum eins og annars staðar. En hvað á að gera ef fólk finnst látið í flugvél og ekki er hægt að bjarga viðkomandi? Tiktoknotandinn Sheena Marie er flugfreyja og á dögunum útskýrði hún hvað hún gerir þegar hún lendir í atvikum sem þessu. 

Í myndbandinu, sem fór á flug á netinu, segir Sheena Marie, sem hefur starfað sem flugfreyja í tvö ár, að lítið sé hægt að gera ef ekki er hægt að beita endurlífgun. 

„Ef fólk fær hjartaáfall og deyr og það er ekkert sem við getum gert og við getum ekki hafið endurlífgun verðum við að bíða þangað til við komum á áfangastað,“ sagði Sheena Marie. 

Athuga þarf púls farþega þegar grunur er um að hann sé látinn. Ef það er pláss reyna flugþjónar að færa þann látna aftast í flugvélina. Ef ekki er pláss þarf hinn látni mögulega að vera í sætinu þar til allir eru komnir út úr vélinni. Líkinu er þá pakkað inn í teppi og bundið niður til öryggis.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert