Rómantískar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Það er rómantískt að fara í göngutúr með ástinni.
Það er rómantískt að fara í göngutúr með ástinni. Ljósmynd/Colourbox.dk

Dagur ástarinnar er í dag, sunnudaginn 14. febrúar. Flestir eru í fríi frá vinnu og tilvalið að nýta daginn til að hlúa að ástinni. Rómantík snýst ekki bara um rauðar rósir og konfekt. Það getur einnig verið mjög rómantískt að skella sér í létta göngu. Margar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru í léttari kantinum þannig að hægt er að haldast í hendur, smella kossi á kinn og hvísla blíðum orðum í eyra meðan á göngu stendur. 

Hér má sjá nokkrar rómantískar gönguleiðir. 

Grótta

Öll ástfangin pör fara að minnsta kosti einu sinni út í Gróttu, hvort sem ástæðan er að fara í göngutúr eða bara að kela úti í bíl. Þeir sem eldri eru geta rifjað upp gamla daga á göngu sinni þegar ekið var út í Gróttu í leit að næði. 

Við Gróttu er eitt vinsælasta útvistarsvæði höfuðborgarbúa.
Við Gróttu er eitt vinsælasta útvistarsvæði höfuðborgarbúa. mbl.is/Hari

Tjarnarhringurinn

Það er ekkert rómantískara en að rölta hring í kringum Tjörnina eftir góðan kvöldverð í miðbæ Reykjavíkur. 

Rólegur göngutúr í kringum Tjörnina er rómantískur.
Rólegur göngutúr í kringum Tjörnina er rómantískur. mbl.is/Hari

Heiðmörk

Það eru fáir betri staðir til þess að týnast í örmum ástarinnar en Heiðmörk. Hægt er að velja um fjölda gönguleiða og þegar kalt er í veðri er gott að geta leitað skjóls í skóginum. 

Heiðmörk - Skógur - Skógræktarfélag Reykjavíkur - útivistarsvæði -
Heiðmörk - Skógur - Skógræktarfélag Reykjavíkur - útivistarsvæði -

Indíánagil

Á svæðinu í Elliðaárdalnum eru einnig bekkir og aðstaða til þess að setjast niður. Ef veður leyfir er tilvalið að mæta með kakó í brúsa, eitthvað gott að maula og hlusta á niðinn í ánni. Hægt er að velja mislangar gönguleiðir meðfram Elliðaánum.

Indíánagil í Elliðaárdalnum að sumri til. Svæðið er ekki síðra …
Indíánagil í Elliðaárdalnum að sumri til. Svæðið er ekki síðra í vetrarbúningnum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is