Baltasar í skíðaferð með tengdó

Baltasar Kormákur skellti sér á skíði um helgina.
Baltasar Kormákur skellti sér á skíði um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingar flykktust norður í land um helgina á skíði. Meðal þeirra sem skíðuðu niður brekkur Hlíðarfjalls voru leikstjórinn Baltasar Kormákur og kærasta hans, myndlistarkonan Sunneva Ása Weisshappel.

Með parinu á Akureyri voru meðal annars foreldrar Sunnevu og systur. Ferðafélagarnir voru ýmist á skíðum eða snjóbretti en Baltasar og Sunneva voru á svigskíðum. 

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur.
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur. Samsett mynd

Fleiri frægir birtu myndir af sér í brekkunni. World Class-erfinginn Birgitta Líf var að sjálfsögðu í brekkunni auk þess sem tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og eiginkona hans, Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir, birtu myndir af sér frá höfuðstað Norðurlands. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert