Yngri kynslóðir áhugasamari um græn ferðalög

Ungu kynslóðirnar eru tilbúnari til að borga hærra verð fyrir …
Ungu kynslóðirnar eru tilbúnari til að borga hærra verð fyrir umhverfisvæna gistingu. Ljósmynd/Pexels/Te lensFix

Ungu kynslóðirnar eru tilbúnari til að eyða meiru til þess að tryggja að ferðalög þeirra um heimin séu umhverfisvæn. Í könnun sem náði til 2.000 fullorðinna einstaklinga kom fram að þriðjungur fólks langi til að vera umhverfisvænni í ferðalögum sínum. 

Í aldursflokknum 18 til 24 ára langaði 41% til að vera umhverfisvænni í ferðalögum sínum. Þá kom einnig fram að fólk væri tilbúið til að borga að meðaltali allt að 16% hærra verð fyrir „græna“ gistingu en í aldursflokknum 18-24 ára var fólk tilbúið til að borga allt að 25% hærra verð. 

Þau sem eru eldri en 55 ára voru aðeins tilbúin til að borga 10% hærra verð. 

Í könnunninni, sem framkvæmd var IHG Hotels & Resorts kemur fram að 75% þeirra sem flokkast til Z-kynslóðarinnar, sem er fólk fætt eftir 1996 og fyrir árið 2010, finnst mikilvægt að ferðalögin þeirra séu græn og vistvæn.

„Það hefur aldrei verið jafn mikið einblínt á hvernig ferðalangar geta ferðast á betri hátt, á grænan máta, minnka kolefnisfótsporið sitt og hlúð að samfélaginu sem það heimsækir,“ saðgi Karin Sheppard, stjórnandi IHG Hotels & Resorts í Evrópu. 

„Það er áhugavert að sjá hvernig yngri kynslóðirnar leiða þessa byltingu með því að leita að umhverfisvænni gistingu, og vilja jafnvel eyða meiri pening til þess að tryggja að þau séu meðvituð um umhverfið og félagslegu áhrifin,“ sagði Sheppard.

Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert