Leigði heilt sædýrasafn á Valentínusardag

Michael B. Jordan er ekki bara kynþokkafyllsti maður heims, hann …
Michael B. Jordan er ekki bara kynþokkafyllsti maður heims, hann er líka einn sá rómantískasti. Samsett mynd

Kynþokkafyllsti karlmaður í heimi, leikarinn Michael B. Jordan, er heldur betur rómantískur. Jordan leigði heilt sædýrasafn handa sér og kærustunni sinni, Lori Harvey, á Valentínusardaginn. 

Harvey sýndi frá deginum á Instagram í gær þar sem hún sagði að Jordan hefði leigt safnið. Hann kom henni svo á óvart með kvöldverði undir glergöngum. 

Safnið var fyllt rósum og rósablöðum auk kerta til að gera stemninguna enn rómantískari. Þau enduðu svo kvöldið á hóteli og sýndi Harvey frá rósafylltri svítunni.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is