Ríkasti maður heims nýtur lífsins í Cabo

Jeff Bezos og Lauren Sanchez.
Jeff Bezos og Lauren Sanchez. AFP

Jeff Bezos, stofnandi Amazon og ríkasti maður heims, skellti sér til Cabo San Lucas í Mexíkó, stuttu eftir að hann tilkynnti að hann myndi stíga til hliðar sem forstjóri Amazon.

Bezos var ekki einn í för en með honum var kærasta hans, Lauren Sanchez. Myndir náðust af parinu þar sem þau voru um borð í lúxusbáti. 

Bezos og Sanchez hafa verið saman í rúmlega tvö ár, en greint var frá sambandi þeirra um svipað leyti og Bezos greindi frá því að hann og eiginkona hans MacKenzie Bezos hefðu sótt um skilnað.

Bezos og Sanchez hafa verið dugleg að fara í ferðalög víða um heim og meðal annars heimsótt Saint-Tropez, Taj Mahal og Baleareyjar. 

mbl.is