Akrópólishæð þakin snjó

Hin merka Akrópólishæð í Aþenu í Grikklandi er nú hulin snjólagi. Mikið hefur snjóað í Grikklandi undanfarna daga og mældist mesti kuldi -19 gráður í borginni Florina í Norðaustur-Grikklandi.

Þetta er mesti snjór í þrettán ár í Aþenu, sagði Costas Lagouvardos í viðtali við AFP. Heimamenn nýttu tækifærið og fóru út að leika sér í snjónum og skoða Akrópólis í þessum vetrarbúningi.

Snjórinn og kuldinn er þó ekki bara skemmtilegur því hann hefur haft alvarlegar afleiðingar á Grikklandi. Veðrið hefur haft áhrif á samgöngur, bæði á landi og sjó, og hafa þrír látist vegna kuldans. Þá hefur einnig fyrirhuguðum bólsetningum við kórónuveirunni í Aþenu verið frestað.

mbl.is