Féll 7,5 metra úr skíðalyftu

Fallið var um 7,5 metrar.
Fallið var um 7,5 metrar. Ljósmynd/Pexels/Michal Knotek

Ung stúlka er á batavegi eftir að hafa fallið 7,5 metra úr skíðalyftu í Maine í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað á Sugarloaf-skíðasvæðinu í Carrabassett-dal á miðvikudag. 

Stúlkan, sem er aðeins 8 ára gömul, fór um borð í stólalyftuna með móður sinni en þegar af stað var komið sást langar leiðir að hún átti erfitt með að halda sér í sætinu. Stólalyftan sem um ræðir er við byrjendasvæði.

Þegar starfsmenn á svæðinu sáu í hvað stefndi stöðvuðu þeir lyftuna og náðu í net til að grípa stúlkuna undir lyftunnni. Hún lenti til hliðar í netinu og skall því að hluta til í jörðina. Eftir fallið var hún með fullri meðvitund en kvartaði yfir verkjum í baki. Hún var flutt á sjúkrahús í grenndinni í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert